Um KMÍ
Á döfinni

6.7.2023

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar hlýtur styrk frá Eurimages

Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.

Myndin hlýtur styrk upp á 150.000 evrur. Alls eru 33 verkefni í fullri lengd styrkt að þessu sinni, þar af 3 heimildamyndir og 2 teiknimyndir. Heildarúthlutun nemur 9.652.000 evrum.

Í fréttatilkynningu Eurimages segir að af þessum 33 samframleiðsluverkefnum er 18 leikstýrt af konum, eða um 56.36% af heildarúthlutun. Sé horft yfir lengra tímabil, sem nær yfir sex síðustu úthlutanir, er meðaltalið 47%.

Eftirtalin verk voru styrkt að þessu sinni:

  • After - Oliver Laxe (Spánn) - €420 000
    (Spánn, Frakkland)
  • All That's Left of You - Cherien Dabis (Palestína) - €500 000
    (Þýskaland, Kýpur)
  • Back to Reality - Anders Thomas Jensen (Danmörk) - €500 000
    (Danmörk, Svíþjóð)
  • Block 5 - Klemen Dvornik (Slóvenía) - €150 000
    (Slóvenía, Tékkland, Serbía)
  • Born Happy - Edmunds Jansons (Lettland) - €150 000
    (Lettland, Pólland)
  • Brothers - Türker Süer (Þýskaland) - €200 000
    (Þýskaland, Tyrkland)
  • Cinderella's Stepsister- Emilie Blichfeldt (Noregur) - €500 000
    (Noregur, Danmörk, Rúmenía)
  • Father - Lina Vdovîi (Rúmenía), Radu Ciorniciuc (Rúmenía) - €150 000 Documentary
    (Rúmenía, Þýskaland, Holland)
  • First Comes Life, then the Movies - Francesca Comencini (Ítalía) - €350 000
    (Ítalía, Frakkland)
  • Goat Girl - Ana Asensio (Spánn) - €112 000
    (Spánn, Rúmenía)
  • Hanami - Denise Fernandes (Sviss) - €250 000
    (Sviss, Portúgal)
  • Kevlar Soul - Maria Eriksson-Hecht (Svíþjóð) - €350 000
    (Svíþjóð, Noregur, Finnland)
  • L'Enfant Bélier - Marta Bergman (Belgía) - €240 000
    (Belgía, Kanada)
  • Little Trouble Girls - Urška Djukic (Slóvenía) - €250 000
    (Slóvenía, Ítalía, Króatía)
  • Man vs Flock - Tamara Kotevska (Norður-Makedónía) - €265 000
    (Norður-Makedónía, Serbía, Tyrkland, Króatía)
  • Mist - Kat Steppe (Belgía) - €240 000
    (Belgía, Holland)
  • Mum - Nikola Ležaić (Serbía) - €116 000
    (Serbía, Búlgaría, Króatía)
  • No Mercy - The Unsparing Gaze - Isa Willinger (Þýskaland) - €274 000 Documentary
    (Þýskaland, Austurríki)
  • North South Man Woman - Sun Kim (Belgía), Morten Traavik (Noregur) - €140 000 
    (Noregur, Lettland)
  • Outfoxed - Maurice Joyce (Írland), Paul Bolger (Írland) - €450 000 
    (Írland, Belgía)
  • Paradise - Jérémy Comte (Kanada) - €300 000
    (Kanada, Frakkland)
  • Sea of Glass - Alexis Alexiou (Grikkland) - €176 000
    (Grikkland, Búlgaría, Kýpur)
  • Sisters - Ariane Labed (Frakkland) - €350 000
    (Írland, Bretland, Þýskaland, Grikkland)
  • Skiff - Cecilia Verheyden (Belgía) - €360 000
    (Belgía, Holland)
  • Sorella di Clausura - Ivana Mladenovic (Serbía) - €354 000
    (Rúmenía, Serbía)
  • The Girl from Köln - Ido Fluk (Ísrael) - €470 000
    (Þýskaland, Pólland)
  • The Little Seamstress - Magnus von Horn (Svíþjóð) - €480 000
    (Danmörk, Pólland, Svíþjóð)
  • Transit Times - Ana-Felicia Scutelnicu (Þýskaland) - €240 000
    (Þýskaland, Rúmenía)
  • Vermiglio, or the Mountain Bride - Maura Delpero (Ítalía) - €500 000
    (Ítalía, Frakkland, Belgía)
  • Wait Till You Hear Mine - Pelin Esmer (Tyrkland) - €160 000
    (Tyrkland, Rúmenía)
  • When the Light Breaks - Rúnar Rúnarsson (Ísland) - €150 000
    (Ísland, Holland)
  • Yugo Florida - Vladimir Tagic (Serbía) - €105 000
    (Serbía, Búlgaría, Króatía, Svartfjallaland)
  • Yunan - Ameer Fakher Eldin (Sýrland) - €400 000
    (Þýskaland, Kanada, Ítalía, Frakkland)

Einnig var tilkynnt um hvaða verkefni hljóta styrki úr sjóðnum samkvæmt jafnréttisáætlun Eurimages yfir tímabilið 2024-2026 og hvaða hátíðir taka þátt í að afhenda Audentia-verðlaunin 2024, 2025 og 2026. Auk þess var greint frá samframleiðslumörkuðum sem koma til með að kynna Eurimages Co-production Development Awards og kvikmyndahátíðir sem afhenda New Eurimages Lab Awards.

Frekari upplýsingar má nálgast í tilkynningu Eurimages.

Næsti umsóknarfrestur er 12. september 2023.

Nánari upplýsingar fást hjá Eurimages-fulltrúa Íslands, Önnu Maríu Karlsdóttur: amk@kvikmyndamidstod.is.

Eurimages er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum.