Um KMÍ
Á döfinni

28.4.2025

Ljósbrot tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna

Kvikmyndin Ljósbrot, eftir Rúnar Rúnarsson, er tilnefnd til Latin American Critics' Award for European Films, sem European Film Promotion (EFP) stendur fyrir.

Dómnefndin er skipuð 37 gagnrýnendum og blaðamönnum frá 13 löndum Rómönsku Ameríku. Hún útnefnidr þrjár af 19 tilnefndum kvikmyndum áður en sigurmyndin er tilkynnt á Kvikmyndahátíðinni í Guadalajara (FICG) 7. júní 2025.

Kvikmyndirnar eru tilnefndar af 19 evrópskum kvikmynda- og kynningarstofnunum. Þær eru eftirfarandi (titlar á ensku):

Moon eftir Kurdwin Ayub (Austurríki), Night Call eftir Michiel Blanchart (Belgía, Frakkland), Fiume o Morte! eftir Igor Bezinović (Króatía, Ítalía, Slóvenía), Smaragda - I Got Thick Skin and I Can't Jump eftir Emilios Avraam (Kýpur), Waves eftir Jiří Mádl (Tékkland, Slóvakía), Beginnings eftir Jeanette Nordahl (Danmörk, Svíþjóð, Belgía), My Partners eftir Eva Kübar (Eistland), Ari eftir Léonor Serraille (Frakkland, Belgía), Happy Holidays eftir Scandar Copti (Palestína, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Katar), Meat eftir Dimitris Nakos (Grikkland), When the Light Breaks eftir Rúnar Rúnarsson (Ísland, Holland, Króatía, Frakkland), Christy eftir Brendan Canty (Írland, Bretland), Breathing Underwater eftir Eric Lamhène (Lúxemborg, Belgía), Three Days of Fish eftir Peter Hoogendoorn (Holland, Belgía), The Best of All Worlds eftir Rita Nunes (Portúgal), The Hungarian Dressmaker eftir Iveta Grófová (Slóvakía, Tékkland), Little Trouble Girls eftir Urška Djukić (Slóvenía, Ítalía, Króatía, Serbía), DEAF eftir Eva Libertad (Spánn) og Late Shift / Heldin eftir Petra Volpe (Sviss, Þýskaland).

EFP stofnaði til verðlaunanna 2024 til að auka sýnileika og útbreiðslu evrópskra kvikmynda í Rómönsku Ameríku, samhliða því að votta mikilvægi gagnrýnenda og blaðamanna í kynningu á listrænni kvikmyndagerð viðurkenningu. Kvikmynd İlker Çatak (Þýskaland) Das Lehrerzimmer hlaut verðlaunin í fyrra.

Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Guadalajara Film Festival, með stuðningi frá Creative Europe og kvikmynda- og kynningarstofnunum í Evrópu.