Ljósbrot valin mynd ársins á Eddunni og Snerting með flest verðlaun
Kvikmyndin Snerting, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hlaut flest verðlaun á Eddunni – verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Myndin hlaut alls 10 Edduverðlaun. Ljósbrot, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, hlaut 5 verðlaun, þar á meðal sem besta mynd ársins. Verðlaunahátíðin fór fram á Hilton-hótelinu miðvikudaginn 26. mars.
Snerting var meðal annars verðlaunuð fyrir besta handritið, sem Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og Baltasar Kormákur skrifuðu í sameiningu. Þá fengu Egill Ólafsson og Pálmi Kormákur verðlaun sem leikarar ársins, Egill fyrir leik í aðalhlutverki og Pálmi fyrir leik í aukahlutverki.
Rúnar Rúnarsson var valinn leikstjóri ársins og fengu leikkonur Ljósbrots, þær Elín Hall og Katla Njálsdóttir, verðlaun sem leikkonur ársins í aðalhlutverki og aukahlutverki. Stuttmynd Rúnars, O (hringur), var valin stuttmynd ársins.
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fengu heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskrar kvikmyndamenningar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir uppgötvun ársins, sem er viðurkenning veitt þeim einstaklingi sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu. Þau hlaut Gunnur Martinsdóttir Schlüter, leikstjóri stuttmyndarinnar Fár.
Eftirfarandi voru tilnefnd til Edduverðlauna 2025, verðlaunahafar feitletraðir:
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
- Geltu
- Heimavist
- Kirsuberjatómatar
ERLEND KVIKMYND ÁRSINS
- All of us strangers
- Elskling
- Perfect Days
- Poor things
- Substance
HEIMILDAMYND ÁRSINS
- Fjallið það öskrar
- Kúreki Norðursins, sagan af Johnny King
- The Day Iceland Stood Still
HEIMILDASTUTTMYND ÁRSINS
- Kirsuberjatómatar
- Ómur jóla
- Vélsmiðja 1913
KVIKMYND ÁRSINS
- Ljósbrot
- Ljósvíkingar
- Snerting
STUTTMYND ÁRSINS
- Fár
- Flökkusinfónía
- O (hringur)
BRELLUR ÁRSINS
- Jörundur Rafn Arnarson, Christian Sjostedt fyrir Ljósbrot
- Árni Gestur Sigfússon fyrir Ljósvíkinga
- Michael Denis fyrir Missi
BÚNINGAR ÁRSINS
- Helga Rós Hannam fyrir Ljósbrot
- Arndís Ey fyrir Ljósvíkinga
- Margrét Einarsdóttir fyrir Snertingu
GERVI ÁRSINS
- Evalotte Oosterop fyrir Ljósbrot
- Tinna Ingimarsdóttir fyrir Natatorium
- Ásta Hafþórsdóttir fyrir Snertingu
HANDRIT ÁRSINS
- Rúnar Rúnarsson fyrir Ljósbrot
- Snævar Sölvason fyrir Ljósvíkinga
- Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur fyrir Snertingu
HLJÓÐ ÁRSINS
- Agnar Friðbertsson, Birgir Tryggvason fyrir Ljósvíkinga
- Björn Viktorsson fyrir Natatorium
- Kjartan Kjartansson fyrir Snertingu
KLIPPING ÁRSINS
- Andri Steinn Guðjónsson fyrir Ljósbrot
- Jussi Rautaniemi fyrir Natatorium
- Sigurður Eyþórsson fyrir Snertingu
KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
- Sophia Olsson fyrir Ljósbrot
- Kerttu Hakkarainen fyrir Natatorium
- Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Snertingu
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
- Björn Jörundur Friðbjörnsson fyrir Ljósvíkinga
- Egill Ólafsson fyrir Snertingu
- Þorsteinn Gunnarsson fyrir Missi
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
- Björn Thors fyrir Nokkur augnablik um nótt
- Mikael Kaaber fyrir Ljósbrot
- Pálmi Kormákur fyrir Snertingu
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
- Elín Hall fyrir Ljósbrot
- Helga Braga Jónsdóttir fyrir Topp 10 möst
- Vigdís Hrefna Pálsdóttir fyrir Nokkur augnablik um nótt
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
- Katla Njálsdóttir fyrir Ljósbrot
- Sólveig Arnarsdóttir fyrir Ljósvíkinga
- Yoko Narahashi fyrir Snertingu
LEIKMYND ÁRSINS
- Hulda Helgadóttir fyrir Ljósbrot
- Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Natatorium
- Sunneva Ása Weisshappel fyrir Snertingu
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
- Rúnar Rúnarsson fyrir Ljósbrot
- Snævar Sölvason fyrir Natatorium
- Baltasar Kormákur fyrir Snertingu
TÓNLIST ÁRSINS
- Kristján Sturla Bjarnason fyrir Fjallið það öskrar
- Magnús Jóhann fyrir Ljósvíkinga
- Högni Egilsson fyrir Snertingu
UPPGÖTVUN ÁRSINS
- Gunnur Martinsdóttir Schlüter
HEIÐURSVERÐLAUN
- Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir