Ljósbrot verðlaunuð í Kína og á Írlandi
Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram afram að vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. Myndin, sem er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og framleidd af Heather Millard, hlaut nýverið tvenn alþjóðleg verðlaun, annars vegar í Kína og hins vegar á Írlandi.
Verðlaun kínversku kvikmyndaakademíunanr
Golden Rooster verðlaunahátíðin fór fram fyrir skemmstu í Xiamen í Kína, sem kínverska kvikmyndaakademían stendur fyrir. Þar hlaut Sophia Olsson – kvikmyndatökukona Ljósbrots – verðlaun fyrir besta listræna framlagið í alþjóðlegri kvikmynd.
Undanfarin 37 ár hafa þær kínversku myndir sem þykja skara fram úr verið verðlaunaðar þar en fyrir nokkrum árum byrjaði akademían einnig að verðlauna erlendar myndir.
„Þetta eru auðvitað risastór verðlaun og Sophia er vel að þeim komin enda mikil listamaður,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri. „Við höfum verið samstarfsfélagar og vinir í verða tuttugu ár. Ég er voða montinn af henni.“
Verðlaun á Subtitle-hátíðinni á Írlandi
Rúnar er sömuleiðis stoltur af Elínu Hall, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. Síðastliðna helgi voru hin árlegu Angela-verðlaun veitt á Evrópsku kvikmyndahátíðinn Subtitle sem fer fram árlega í Kilkenny á Írlandi.
Elín Hall hlaut þar Angela-verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni.
Ljósbrot hefur nú hlotið 13 alþjóðleg kvikmyndaverðlaun síðan hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor.