Um KMÍ
Á döfinni

28.10.2021

Margrét Júlía Reynisdóttir valin besta unga leikkonan fyrir kvikmyndina Birtu

Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíðinni KIKIFe, sem fór fram dagana 18. - 24. október í Þýskalandi. Margrét Júlía, sem er aðeins 8 ára, fer með hlutverk Kötu í kvikmyndinni Birtu. Þar leikur hún litlu systur Birtu. Þetta eru önnur verðlaunin á rúmri viku sem kvikmyndin Birta hlýtur en aðalleikkona myndarinnar Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára sem leikur sjálfa Birtu var valin besta leikkonan á Schlingel barnamyndahátíðinni þann 16. október síðastliðinn.

Birta trailer

Birta er skrifuð af Helgu Arnardóttur og leikstýrð af Braga Þór Hinrikssyni. Þau eru jafnframt framleiðendur myndarinnar fyrir H.M.S. Productions. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 5. nóvember n.k. og á Símanum Premium 25. nóvember.

KIKIFe hátíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í þýska kvikmyndaiðnaðinum. Á hátíðinni eru sýndar hágæða kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum og sex þeirra komast í forval um verðlaunasæti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér