Um KMÍ
Á döfinni

11.4.2023

Meistaraspjall með Sergei Loznitsa í Bíó Paradís

Hinn margrómaði heimildamyndagerðarmaður, Sergei Loznitsa, veitir innsýn í hinar ýmsu hliðar og áskoranir sem fylgja því að búa til heimildamyndir úr safnaefni á námskeiði í Bíó Paradís föstudaginn 14. apríl.

Meistaraspjallið er á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Bíó Paradís. Það hefst klukkan 10:00 með sýningu á myndinni Babi Yar. Context. Síðan mun Loznitsa segja frá tilurð myndarinnar og vinnuaðferðum sínum.

Loznitsa hefur leikstýrt 22 heimildamyndum og fjórum leiknum kvikmyndum sem unnið hafa til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna. Á námskeiðinu fjallar hann einnig um leiknar myndir sínar svo sem eins og Donbass frá 2018 sem lýsir fáránleika og ofbeldi stríðs rússa gegn Úkraínu sem hófst árið 2014.

The Natural History of Destruction, er nýjasta heimildamynd hans, og var hún frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2022.

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar.