Meistaraspjall um hátíðastrategíu
Þann 4. september klukkan 17 fer fram meistaraspjall með Martin Horyna, reynslumiklum leiðbeinanda, dagskrárstjóra og handritaráðgjafa.
Þar verður kannað ofan í kjölinn á „hátíðahringnum“ (e. festival circuit) svokallaða og þau áhrif sem alþjóðlegar kvikmyndahátíðir hafa á stefnu kvikmynda um heiminn. Hvaða væntingar hafa ólíkir hópar kvikmyndagerðarfólks til hátíða, kvikmyndamarkaða og sérhæfðra viðburða? Hvernig starfa valnefndir og hvað þarf til að sigta úr þúsundum innsendinga til að setja saman lokaval sem telur aðeins örfáar tugi mynda? Og hvar stendur kvikmyndagerðarmaðurinn og framleiðandinn í þessu síkvika landslagi?
SKL stendur fyrir viðburðinum með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.
Martin Horyna hefur starfað fyrir alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary síðan 2011, fyrst sem dagskrárstjóri og nú sem ráðgjafi. Hann sinnir einnig dagskrárgerð fyrir Alternativa Film Festival og Pragueshorts. Þá vinnur hann einnig með Focus Asia í Udine, When East Meets West í Trieste.
Sem handritaráðgjafi hefur hann komið að því að meta verkefni eins og Caravan (Cannes 2025), Better Go Mad in the Wild (besta kvikmynd á KVIFF 2025), Action Item (FIDMarseille 2025), Queens of Joy (Thessaloniki 2025) og I Am Not Everything I Want to Be (Berlinale 2024).
Hann hefur einnig starfað með alþjóðlegum vinnustofum á borð við EAVE Ties That Bind, First Cut Lab, Ex Oriente og DOK.Incubator. Martin er starfandi forseti tékknesku landsdeildar FIPRESCI. Árið 2019 valdi Screen International hann sem einn af „Future Leaders“ í dagskrárgerð og sýningarstjórn kvikmyndahátíða.