Missir frumsýnd á Íslandi
Kvikmyndin Missir, í leikstjórn Ara Alexnders Ergis Magnússonar, er frumsýnd á Íslandi 17. október.
Kvikmyndin fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns.
Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar.
https://www.youtube.com/watch?v=YdaQgohJL3k
Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson og Guðrún Gísladóttir.
Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir og Gísli Hauksson hjá Íslensku kvikmyndasamsteypunni framleiða myndina. Meðframleiðslufyrirtæki eru Evil Doghouse Productions, Harald House og Spellbound Productions.