Um KMÍ
Á döfinni

21.11.2022

Mörk kvikmynda og lista í brennidepli á haustráðstefnum Listasafns Reykjavíkur

Dagana 25. og 26. nóvember verður haustráðstefna Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og ber hún yfirskriftina KvikMyndlist.

Umræðuefni ráðstefnunnar árið 2022 er mörk kvikmynda og lista, varðveisla og miðlun kvikra og stafrænna miðla á söfnum og þær áskoranir sem felast í því.

Ein kveikjan að umræðuefni ráðstefnunnar er sú að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Reykjavík í desember 2022 með tilheyrandi hátíðarhöldum.

Listasafn Reykjavíkur varðveitir nú viðamikið safn kvikra verka. Í tilkynningu frá safninu segir að ekki sé úr vegi að líta inn á við og skoða þær tengingar sem liggja fyrir, þegar slík hátíð kemur til landsins.

Hægt er kynna sér dagskrána á vef Listasafns Reykjavíkur.