Um KMÍ
Á döfinni

3.5.2024

Næsta kvikmynd Tinnu Hrafnsdóttur valin á Torino Film Lab – NEXT Feature Film

Verkefni Tinnu Hrafnsdóttur, Blær hefur það fínt, er eitt af 20 kvikmyndaverkefnum á þróunarstigi sem valin hafa verið inn á vinnustofu Torino Film Lab – NEXT Feature Film.

Blær hefur það fínt er önnur kvikmynd Tinnu sem hún bæði skrifar og leikstýrir. Verkefnið hefur hlotið handritsstyrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Markmið Torino Film Lab er að leiða saman fólk, menningu og hugmyndir til að þróa frumlegar og einstakar sögur til að miðla til framtíðar. TFL NEXT – Feature Film miðar að því að styrkja nýja kynslóð hugsandi og nýstárlegra kvikmyndagerðarmanna.

Vinnusmiðjunni er beint að teymum alþjóðlegra fagaðila, sem vilja efla tækni sína og færni til að þróa og framleiða öflugt kvikmyndaverkefni. Vinnustofan er sambland af einkatímum, hóptímum og meistaranámskeiðum, sem miða að því að innleiða þá sérfræðiþekkingu og færni sem nauðsynleg er til að skrifa gott handrit að leikinni kvikmynd og til að öðlast dýpri skilning á kvikmyndalistinni.