Um KMÍ
Á döfinni

22.5.2023

Napóleónsskjölin seld til mikilvægra markaðssvæða

Sölufyrirtækið Beta Cinema hefur selt sýningarréttinn á Napóleonsskjölunum til lykilmarkaðssvæða eftir árangursríka kynningu á kvikmyndinni á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Myndin hefur verið seld til Magnolia í Norður-Ameríku og Signature Entertainment í Bretlandi og Írlandi, auk Portúgals (Pris) og Tékklands (Bonton Films), áður hafði hún verið seld til Frakklands (Mediawan), Spánar (Twelve Oaks) og Japans (Tohokushinsha).