Nordic NEST leitar að handritshöfundum
MOIN Film Fund, Five Nordics og FFA (German Federal Film Board) leita að tíu reyndum handritshöfundum – fimm frá Þýskalandi og fimm frá Norðurlöndunum – til þátttöku í handritsþróunarverkefninu Nordic NEST.
Markmið verkefnisins er að þróa nýjar hugmyndir að kvikmyndum og/eða sjónvarpsseríum sem tengja saman Norðurlöndin og Þýskaland.
Handritshöfundarnir koma saman í Nordic NEST Space, fimm daga vinnustofu í Schleswig-Holstein dagana 12.–16. janúar 2026. Að því loknu verða verkefnin kynnt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg dagana 23. janúar–1. febrúar 2026, þar sem þau verða sýnd 20 völdum framleiðendum frá báðum svæðum.
Efnilegustu verkefnin geta fengið allt að 80.000 evra þróunarstyrk.
Umsóknarfrestur er til 30. október 2025.
Hverjir geta sótt um?
Handritshöfundar frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi sem:
- eiga að minnsta kosti tvö verkefni að baki – kvikmyndir eða sjónvarpsþætti – sem hafa verið frumsýnd opinberlega,
- sækja um með frumhugmynd (ekki fullbúnu handriti),
- vinna að leiknu efni (ekki heimildamynd, teiknimynd eða XR-verkefni),
- eru tiltækir 12.–16. janúar (fyrir Nordic NEST Space) og 25.–30. janúar (fyrir viðburði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg). Á meðan kvikmyndahátíðinni í Gautaborg stendur verða tveir dagar helgaðir Nordic Nest. Nákvæm dagsetning verður tilkynnt síðar.
Valdir verða fimm handritshöfundar frá Þýskalandi og fimm frá Norðurlöndunum.
Með umsókn þarf að fylgja (öll gögn á ensku):
• Ferilskrá / yfirlit yfir fyrri verk.
• Stutt kynningarmyndband (hámark 3 mínútur) þar sem þú kynnir þig og hugmyndina.
• Stutt lýsing á verkefninu.
Þetta er innifalið fyrir þátttakendur:
• Nordic NEST Space: ferðakostnaður, gisting og máltíðir.
• Göteborg Film Festival: ferðakostnaður og máltíðir á viðburðardögum, auk gistingar í tvo daga á meðan Nordic NEST-viðburðirnir fara fram.
Sótt er um á vef MOIN Film Fund, þar sem einnig er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar.