Um KMÍ
Á döfinni

5.12.2023

Nordisk Panorama auglýsir eftir nýjum stjórnanda

Anita Reher hefur sagt starfi sínu lausu eftir sem stjórnandi hjá kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama. 

Í tilkynningu segir að hátíðinni hafi vaxið fiskur um hrygg undir hennar stjórn og hún hafi haft forgöngu um mikilvæg mál, svo sem stofnun verðlauna til handa framleiðendum heimildamynda (Nordic Documentary Producer Award).

Nordisk Panorama var stofnuð fyrir 34 árum og hefur löngum verið stærsta heimilda- og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum. Leitað er að stjórnanda sem býr yfir breiðu tengslaneti innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans á Norðurlöndum og hefur meðal annars reynslu af fjármögnun, markaðssetningu og dreifingu heimildamynda og stuttmynda á Norðurlöndum og víðar.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Nordisk Panorama.