Um KMÍ
Á döfinni

15.9.2023

Northern Comfort frumsýnd á Íslandi

Gamanmyndin Northern Comfort er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 15. september.

Myndin fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Ferðinni lýkur með ósköpum og þegar fjölskrúðugur hópurinn verður strand á Íslandi neyðist hann til að horfast í augu við eigin ótta og vinna saman til að ná á ný flugi.

https://www.youtube.com/watch?v=maBJ_kNuGJc

Leikstjóri myndarinnar er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann skrifar handritið ásamt Halldóri Laxness Halldórssyni og Tobias Munthe. Meðal aðalleikara eru Lydia Leonard, Timothy Spall, Sverrir Guðnason, Ella Rumpf, Simon Manyonda, Rob Delaney og Björn Hlynur Haraldsson. Framleiðandi er Grímar Jónsson hjá Netop Films, meðframleiðendur eru Sol Bondy, Fred Burle og Mike Goodridge hjá One Two Films og Good Chaos.