Um KMÍ
Á döfinni

29.10.2024

Northern Lights Fantastic Film Festival í annað sinn á Akureyri

Northern Lights - Fantastic Film Festival, alþjóðleg stuttmyndahátíð helguð fantasíum, hrollvekjum og kvikuðum myndum, fer fram í annað sinn á Akureyri 31. október - 3. nóvember.

Á hátíðinni verða sýndar 47 stuttmyndir frá 22 löndum og samhliða því fara fram ýmsir viðburðir eins og pub-quiz og meistaraspjöll. Myndirnar keppa um peningaverðlaun og tækjaúttekt hjá KUKL.

Meðal mynda sem sýndar verða eru nýjar myndir eftir Abigale Breslin og Michael Granberry.

John R. Dilworth er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hann er þekktastur fyrir teiknimyndaseríuna “Courage the Cowardly Dog” sem sýnd var á Cartoon Network um aldamótin. Dilworth fetar í fótspor Christopher Newman, framleiðanda Game of Thrones og Rings of Power, heiðursgest hátíðarinnar í fyrra.

Hátíðin er studd af Uppbyggingasjóði Norðurlands-Eystra, Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Kvikmyndamiðstöð íslands.