Um KMÍ
Á döfinni

30.4.2024

Atli Örvarsson hlýtur BAFTA-verðlaun

Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld hlaut BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í bandarísku sjónvarpsþáttunum Silo. Verðlaunin voru afhent í London 28. apríl. Þetta var í fyrsta sinn sem Atli hefur verið tilnefndur til verðlaunanna.

https://www.youtube.com/watch?v=rhCFHrrFwNw

Þættirnir Silo eru sýndir á streymisveitu Apple. Tilnefnd í sama flokki voru Adiescar Chase fyrir tónlist sína í þáttunum Heartstopper, Blair Mowat fyrir Nolly og Natalie Holt fyrir Loki.