Á döfinni
Ný rannsókn um áhorfsvenjur barna
Ný evrópsk rannsókn á vegum Kids Regio varpar ljósi á áhorfsvenjur barna á aldrinum 7-11 ára. Kids Regio, sem er þrýstihópur um evrópska barnakvikmyndagerð, vann rannsóknina í samstarfi við danska greiningarfyrirtækið publikum.io.
Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni er að börn sæki í frásagnir sem þau geti speglað sjálf sig í en bjóði um leið upp á ferðalög um framandi ævintýraheima. Þau njóti þess að fá fróðleik úr frásögnum, svo fremi sem fræðandi þræðir séu fléttaðir við sögurnar án þess að vera í brennipunkti.
Niðurstöðurnar voru kynntar á Cinekid-kvikmyndahátíðinni í Hollandi. Hægt er að sækja skýrsluna á vef Kids Regio.