Um KMÍ
Á döfinni

19.12.2024

Ný stjórn WIFT á Íslandi

Aðalfundur WIFT (Women in Film and Television) á Íslandi var haldinn föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn á Bragganum í Nauthólsvík.

Í tilkynningu frá WIFT segir að undir lok síðasta árs hafi ný stjórn, með flötum strúktúr, verið kynnt sem tilraun til eins árs. Tilraunin, að hafa ekki einn formann, heldur stjórn með forystu sem starfaði sem ein heild, hafi hins vegar ekki náð tilætluðum árangri.

Á fyrrgreindum aðalfundi hafi þá verið kosin í ný stjórn WIFT á Íslandi:

  • María Sigríður Halldórsdóttir tekur við formennsku WIFT á Íslandi.
  • Ylfa Þöll Ólafsdóttir, gjaldkeri
  • Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, stjórnarmeðlimur
  • Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, stjórnarmeðlimur
  • Ríkey Konráðs, stjórnarmeðlimur
  • Lína Thoroddsen, stjórnarmeðlimur
  • Guðrún Daníelsdóttir, varakona
  • Rebekka A. Ingimundardóttir, varakona

 

WIFT er alþjóðlegt félag kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og myndbandsmiðlum, hvort sem það er bak við myndavélina eða fyrir framan hana. WIFT á Ísland var stofnað árið 2006.