Um KMÍ
Á döfinni

5.6.2023

Nýjum samnorrænum verðlaunum hleypt af stokkunum

Til þess að heiðra starf framleiðenda heimildamynda hefur samnorræna kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama hleypt af stokkunum nýjum verðlaunum.

Verðlaunin verða verða styrkt af fagfélögum á Norðurlöndunum, þar á meðal Félagi kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. Tilnefningarnar verða í höndum leikstjóra heimildamynda en dómnefnd fyrir Íslands hönd verður skipuð af stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna.

Í tilkynningu frá Félagi kvikmyndagerðarmanna segir að verðlaunin verði afhent árlega framleiðanda heimildamynda sem á skilið sérstaka viðurkennningu fyrir nýleg verkefni innan norræna heimildamyndaiðnaðarins: „Leiðtoga sem hefur sýnt hugrekki og áræðni, varðað nýjar leiðir, lagt hönd á plóg við ræktun nýliða í greininni og stuðlað að framförum heimildamyndalistformsins.“

Handhafi verðlaunanna hlýtur hlýtur peningaverðlaun að upphæð 10.000.- evra, styrkt af Dönsku framleiðendasamtökunum, Samtökum norskra framleiðenda, Hljóð- og myndmiðlaframleiðendum í Finnlandi (APFI), Finnska heimildamyndafélaginu, Filmproducenternas rättighetsförening (FRF), og Félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna (FK).

Á vef Félags kvikmyndagerðarmanna má finna frekari upplýsingar um ferlið, en allar tilnefningar eiga að berast til info[hjá]fkvik.is, fyrir 15. júní 2023.