Nýr samnorrænn staðall um sjálfbæra kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu tekur gildi 2026
Á árinu 2026 verður innleiddur samnorrænn staðal um sjálfbæra kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu. Markmið staðalsins, sem ber heitið NES – Nordic Ecological Standard, er að stuðla að því að norrænn kvikmynda- og sjónvarpsgeiri verði umhverfisvænni, samkeppnishæfari og betur í stakk búin til framtíðar.
Kvikmyndastofnanir og miðstöðvar Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að innleiða staðlana frá og með árinu 2026. Aðrar norrænar stofnanir, þar á meðal sjónvarpsstöðvar og svæðisbundnir sjóðir, hafa einnig skuldbundið sig til að taka upp staðlana en munu ákveða sinn eigin tímaramma fyrir innleiðingu.
Hægt er að kynna sér staðalinn á vef The Five Nordics.
NES-staðallinn tekur til sex meginþátta:
- almenn skilyrði.
- ferðir og flutningar mannafla og farms.
- orkunotkun.
- dvalar- og fæðiskotnaður.
- efnisnotkun.
- líffræðileg fjölbreytni.
Þróun staðalsins var að frumkvæðu norrænu kvikmyndastofnananna og Nordisk Film & TV Fond, en tekið var mið af sambærilegum stöðlum í Þýskalandi og Austurríki sem aðlagaðir hafa verið að norrænum aðstæðum. Staðallinn er jafnframt í samræmi við markmið Norrænu ráðherranefndarinnar um að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.
Að svo stöddu hafa eftirfarandi ákveðið að styðja staðalinn:
Samtök finnskra kvikmyndaframleiðenda – APFI, Danska kvikmyndastofnunin, Samtök danskra kvikmyndaframleiðenda, DR, Elisa Viihde, Film i Skåne, Film i Väst, Film Stockholm, Filmpool Nord, Filmreg (Arktisk Film Norge, Arktisk Film Norge Invest, Filminvest, Filmkraft, Internasjonalt Samisk Film Institutt, Midtnorsk filmsenter, Oslo Filmfond, Sørnorsk filmsenter, Vestnorsk filmsenter, Viken filmsenter (Noregur)), Finnski kvikmyndasjóðurinn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda – SÍK, Nordisk Film & TV Fond, Norrköpings Film Fund, Norska kvikmyndastofnunin, Samtök norskra kvikmyndaframleiðenda – Virke, RÚV, Scen & Film, Sænska kvikmyndastofnunin, Samtök sænskra kvikmyndaframleiðenda, TV2 (Danmörk), TV 2 (Noregur), TV4 (Svíþjóð).
NES-staðallinn hefur verið þróaður í nánu samstarfi við sérfræðinga og fulltrúa úr kvikmynda- og sjónvarpsgreininni í öllum löndum Norðurlanda frá haustinu 2024. Meginregla staðalsins er að hann verði endurmetinn og uppfærður reglulega. Ábendingar og athugasemdir má senda til Patrik Axén, verkefnastjóra NES, á netfangið patrik.axen[a]filminstitutet.se.