Um KMÍ
Á döfinni

24.9.2024

Nýr styrkjaflokkur Eurimages fyrir markaðssetningu kvikmynda

Evrópski kvikmyndasjóðurinn, Eurimages, auglýsir nýjan styrkjaflokk sem snýr að stuðningi við markaðssetningu kvikmynda og þróun markhópa.

Styrkirnir eru ætlaðir framleiðendum sem hafa hlotið samframleiðslustyrk frá Eurimages og eiga í samstarfi við alþjóðlega sölu- og dreifingaraðila.

Eurimages stefnir að því að styrkja allt að 15 kvikmyndir á hverju ári að hámarki um 50.000 evrur fyrir hverja kvikmynd.

Frekari upplýsingar má finna á vef Eurimages .