Um KMÍ
Á döfinni

14.12.2017

Nýtt fjárlagafrumvarp lagt fram á Alþingi

Nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 hefur verið lagt fram á Alþingi af nýrri ríkisstjórn nú í desember. 

Engin breyting er í frumvarpinu hvað varðar fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands frá fyrri útgáfu frumvarpsins sem lagt var fram í september.

Þó má vekja athygli á breytingu sem varðar stöðu kvikmyndagreinarinnar og skapandi greina almennt. Hagstofa Íslands fær 50 m.kr. fjárheimild sem verja skal til þess að bæta hagtölur um húsnæðismál, ferðaþjónustu, menningarmál og skapandi greinar. 

Sjá útlistun hér að neðan: 

Tafla 1: Fjárheimildir KMÍ 2012-2017 skv. fjárlögum og 2018 skv. fjárlagafrumvarpi
          Fjárhæðir í m.kr.
Kvikmyndamiðstöð Íslands 2014 2015 2016 2017 2018*
Kvikmyndamiðstöð Íslands 131,2 121,7 132,1 139,9 152,1
Sértekjur Kvikmyndamiðstöðvar -10,4 -7,8 -8,0 -8,1 -16,4
Framlag til rekstrar KMÍ
(kynningar,styrkir vegna listrænna kvikmyndasýninga)
120,8 113,9 124,1 131,8 135,7
Framlag til Kvikmyndasjóðs 624,7 774,7 844,7 914,7 994,7
Fjárheimild KMÍ samtals 745,5 888,6 968,8 1.046,5 1.130,4
* Fjárhæðir 2018 eru skv. frumvarpi til fjárlaga          

Í samræmi við samkomulag um stefnumörkun í kvikmyndagerð skiptast framlög í sjóðinn milli þriggja sjóðshluta byggt á tegund kvikmyndaverka. Þar kemur fram að 65% úthlutana sjóðsins skuli varið til leikinna kvikmynda, 18% til leikins sjónvarpsefnis og 17% til heimildamynda.

Hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð um 80 m.kr. á árinu 2018 myndi skila sér í auknu bolmagni sjóðsins til að styrkja leiknar kvikmyndir um 57 m.kr., leikið sjónvarpsefni um 16 m.kr. og heimildamyndir um 15 m.kr.

Tafla 2 sýnir áætlaða skiptingu úthlutana Kvikmyndasjóðs fyrir sjóðshluta fyrir árin 2018 og 2019 miðað við áætlaða hækkun og sömu skiptingu fyrir árið 2016 og 2017 til samanburðar.

Tafla 2: Úthlutun skipt í sjóðshluta skv. samkomulagi um kvikmyndagerð
          Fjárhæðir í m.kr.
  % 2016 2017 2018 2019
Leiknar kvikmyndir 65% 507 547 600 657
Leikið sjónvarpsefni 18% 140 152 166 182
Heimildamyndir 17% 132 143 156 172
Samtals til úthlutunar   779 842 922 1.011

Þess ber að geta að hluti fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs kemur ekki til úthlutana í formi styrkja. Þar má nefna að í samkomulagi um stefnumörkun í kvikmyndagerð fyrir árin 2017 til 2019 eru 40 m.kr. eyrnamerktar öðrum þáttum tengdum endurskoðun laga o.fl. auk þess sem sjóðurinn fjármagnar aðild að alþjóðlegu samstarfi og launalið kvikmyndaráðgjafa.