O (Hringur) best í Norður-Makedóníu
O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hlaut um helgina tvenn verðlaun á DRIM SFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Norður-Makedóníu.
Dómnefndin var einhuga í niðurstöðu sinni og veitti myndinni annars vegar verðlaun sem besta mynd hátíðarinnar og sem besta mynd hátíðarinnar í alþjóðlegum flokki.
Úrskurður dómnefndarinnar var svohljóðandi:
„Kvikmynd sem sker sig úr fyrir dýpt sögunnar, snilldarlega leikstjórn, frábæran leik og áhrifamikla myndatöku. Um er að ræða heilsteypt afrek á öllum sviðum kvikmyndagerðar, ekki aðeins tæknilega heldur líka tilfinningalega – mynd sem lætur engan ósnortinn.”
O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan. Eru þetta fimmtándu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025 sem og í forval til Óskarsverðlaunanna 2026.
Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.