Um KMÍ
Á döfinni

10.1.2022

Opið fyrir innsendingar til Eddunnar 2022 - Skilafrestur rennur út 15. febrúar.

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2022. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021.

Innsendingaferlið er að fullu rafrænt á innsendingavef Eddunnar.

Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp á slóð ÍKSA: http://innsending.eddan.is/

Frestur til að senda inn verk hefur verið lengdur og er þann 15.febrúar 2022 og strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf. Enn er óvíst hvenær Eddan verður haldin þar sem ákveðið var að fresta henni þangað til aðstæður vegna Covid-19 skýrast betur. 

Sjá nánar um reglur Eddunnar hér.