Um KMÍ
Á döfinni

22.6.2023

Opið fyrir umsóknir í Reykjavík Talent Lab

Ungir og upprennandi kvikmyndagerðarmenn geta nú sótt um að taka þátt í Reykjavík Talent Lab sem haldið er á vegum RIFF – Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík

RIFF Talent Lab er fjölþjóðleg smiðja fyrir hæfileikafólk með brennandi áhuga á öllu sem tengist kvikmyndagerð. Smiðjan fer fram í fjóra daga á meðan RIFF stendur yfir og fer að þessu sinni fram 3. - 7. október 2023.

Kvikmyndagerðarfólk af öllum sviðum er hvatt til að sækja um. Þátttakendum gefst kostur á að keppa um Gulleggið, verðlaun veitt ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki, og tækifæri til að mynda tengsl við annað kvikmyndagerðarfólk víðsvegar að úr heiminum.

Reykjavík Talent Lab hefur það markmið að sameina fjölbreytilegt fólk sem hefur áhuga á kvikmyndagerð. Nýgræðingar og reynsluboltar sameinast þegar þekktir aðilar úr heimi kvikmynda kenna handtökin á fyrirlestrum sem haldnir eru samhliða viðburðinum.

Meðal þeirra sem kennt hafa á Talent Lab eru Darren Aronofsky, David Lynch, Lone Scherfig. Dario Argento, Béla Tarr, Laila Pakalnina, Rossy de Palma, Deepa Mehta, Giorgos Lanthimos, Rúnar Rúnarsson, Hilmar Oddson, Katja Adomeit, Olivier Assayas, Trine Dyrholm, Jonas Mekas og margir fleiri. 

Sótt er um á vef RIFF. Umsóknarfrestur er til 23. júlí.