Um KMÍ
Á döfinni

3.2.2025

Opið fyrir umsóknir í Sprettfisk 2025

Sprettfiskur, stuttmyndakeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í ellefta sinn dagana 3. - 14. apríl í Bíó Paradís. Umsóknarfrestur stendur til 25. febrúar, 2025.

 

  • Besta leikna stuttmyndin
  • Besta stutta heimildamyndin
  • Besta stutta tilraunamyndin
  • Besta tónlistarmyndbandið


Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja það til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni.

Keppt verður í og verðlaunað í fjórum flokkum.

Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi.

Sótt er um á Filmfreeway þar sem frekari upplýsingar má finna.