Um KMÍ
Á döfinni

30.12.2024

Opnað fyrir innsendingar til Eddunnar 2025

Opnað hefur verið fyrir innsendingar kvikmyndaverka fyrir Edduna 2025. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024.

Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á innsendingarvef Eddunnar.

Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp fyrir Edduvarpið.

Innsendingargjöld eru sem hér segir:

  • Barna- og unglingamynd ársins, Erlend kvikmynd ársins og Kvikmynd ársins er kr. 33.000.
  • Heimildamynd ársins er kr. 22.000
  • Stuttmynd ársins og Heimildastuttmynd ársins er kr.11.000
  • Til fagverðlauna er kr. 7.000.

Öll verð eru án vsk.

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti miðvikudaginn 15. janúar, 2025. Strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf.

Tilnefningar til Eddunnar 2025 verða kynntar 20. febrúar 2025.

Starfsreglur Eddunnar eru að finna á vef íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.