Um KMÍ
Á döfinni

8.4.2025

Pallborð um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar

Efnt verður til pallborðs til að ræða stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni Stockfish laugardaginn 12. apríl klukkan 14 í Norræna húsinu.

Í pallborðinu koma saman fulltrúar allra fagfélaga í kvikmyndagerð á Íslandi, auk þeirra Gísla Snæs Erlingssonar, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, og Örnu Kristínu Einarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningar og skapandi greina hjá Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.

https://vimeo.com/1074646697

Í lýsingu kvikmyndahátíðarinnar Stockfish segir:

„Kvikmyndagerð hefur verið á mikilli siglingu hérlendis undanfarin ár og hróður íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsþátta farið víða. Hver króna sem ríkið fjárfestir í kvikmyndaiðnaðinum skilar sér margfalt til baka. Þrátt fyrir það á fagið nú undir högg að sækja með lækkun framlaga til Kvikmyndasjóðs.

Endurgreiðslukerfi kvikmynda- og sjónvarpsþátta er tiltölulega nýtilkomið á Íslandi, en vert að staldra við og meta stöðuna: Hvað höfum við lært og hvert stefnir íslensk kvikmyndagerð í dag?“

Umræðum stýrir blaðakonan Marta Balaga.

Fulltrúar fagfélaganna í pallborðinu eru Hrönn Sveinsdóttir Samtök Kvikmyndaleikstjóra (SKL), Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hilmar Sigurðsson frá Samtökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Drífa Freyju- og Ármannsdóttir frá Félagi leikmynda- og búningahönnuða (FLB), Sveinbjörn I. Baldvinsson formaður Félags handritshöfunda og leikskálda (FIH), Sigríður Rósa Bjarnadóttir frá Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK) og María Sigríður Halldórsdóttir formaður Félags Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi (Wift).

Hilmar Sigurðsson (SÍK) verður með stutta samantekt áður en pallborðið hefst.