Pallborðsumræður á RIFF: Bakslag. Hvað í f******** er í gangi?
Á Bransaddögum RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hefur farið fram röð viðburða og fyrirlestra, þar sem kvikmyndagerðarfólk hefur miðlað af reynslu sinni.
RIFF, dregur þema sitt í ár saman í eina spurningu: Bakslag. Hvað í f******** er í gangi?
Spurningin verður tekin fyrir í pallborðsumræðum, föstudaginn 7. október klukkan 13:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur, skipuðum sérfræðingum um umhversmálefni, sjálfbærni, hinsegin/kynsegin og femínísk málefni, geðrækt, málfrelsi, fólksflutninga, aðgengismál, popúlisma og minnkandi rými borgaralegs samfélags.
Bogi Ágústsson, fréttamaður, stýrir umræðum og við pallborðið verða, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur, Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og talsmaður bættra geðheilbrigðismála, Ingileif Friðriksdóttir, kvikmyndagerðarkona og LGTBQ+ aðgerðarsinni, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fyrrverandi formaður Ungra umhverfissinna og stjórnarmeðlimur í Landvernd, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og formaður Hringborðs Norðurslóða.
Pallborðsumræðurnar fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og aðgangur er ókeypis.