Páskasýningar á Ljósbroti og O
Ljósbrot, sem var valin besta kvikmynd ársins á Eddunni, er komin aftur í kvikmyndahús vegna fjölda áskoranna. Bíó Paradís sýnir myndina fram yfir páska saman með stuttmyndinni O (Hringur), sem valin var besta stuttmyndin á Eddunni.
Báðar myndir eru framleiddar af Heather Millard og leikstýrðar af Rúnari Rúnarssyni, sem einnig var valinn besti leikstjórinn á síðustu Edduhátíð. Báðar myndir hafa ferðast ázmilli stærstu kvikmyndahátíða heimsin og sópað að sér alþjóðlegum kvikmyndaverðlaunum.
„Þetta er búið að vera mikið ævintýri,“ segir Heather Millard framleiðandi. „Við erum að rifna úr stolti yfir því hvað okkar frábæra fagfólk og listafólk hafa áorkað í þessum verkum. Það er því ánægjulegt að fá tækifæri til að komast aftur inn í kvikmyndahús hérna heima með þessar myndir, og gera þær aðgengilegar aftur fyrir fólk sem missti af þeim eða vill endurupplifa þær.”