Um KMÍ
Á döfinni

12.10.2022

Kvikmyndahátíð á Ísafirði í október

Kvikmyndahátíðin The Pigeon International Film Festival (PIFF) verður haldin á Ísafirði og í nærsveitum dagana 13.-16 október. 

Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Opnunarmyndin í ár kemur frá Bútan og heitir Lunana: a Yak in the Classroom. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2022 og varð með því fyrsta bútanska kvikmyndin til að hlotnast sá heiður. 60 myndir frá hátt í 30 löndum verða sýndar á PIFF í ár, svo sem frá Póllandi, Íran, Bútan, Mexíkó og Austurríki.

Flestar sýninganna fara fram í Ísafjarðarbíói en einnig verða myndir sýndar á öðrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum.  Hægt er að kynna sér dagskrána á vef hátíðarinnar .