Um KMÍ
Á döfinni

27.10.2022

Ráðstefna um þróun barnaefnis og kvikmyndalæsi hefst í dag

Ráðstefna Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Þrjúbíó á nýjum tímum – um þróun barnaefnis og kvikmyndalæsi, hefst í ráðstefnusal Nauthóls í dag, 27. október.

Fjölmargir fyrirlesarar, erlendir og innlendir, taka þátt. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af kvikmyndagerð fyrir börn og margt má læra af þeim um stefnumörkun og framkvæmd. Þar á meðal verða íslenskir kvikmyndagerðarmenn sem hafa lagt barnaefni fyrir sig eða eru leiðandi höfundar á sviði barnabókmennta.

Meðal erinda má nefna „Þekktu þína áhorfendur“, þar sem Knut Næsheim frá NRK Super segir frá reynslu sinni af markhóparannsóknum við þróun barnaefnis, og „Listin að sleppa takinu“, þar sem handritshöfundar, leikstjórar og framleiðendur ræða um helstu áskoranir sem standa þarf frammi fyrir þegar þekkt bókmenntaverk eru færð í kvikmyndabúning. 

Smelltu hér til að sjá dagskrána í heild.