Um KMÍ
Á döfinni

2.4.2025

Reykjavík Fusion keppir um verðlaun á Canneseries

Sjónvarpsþáttaröðin Reykjavík Fusion, með Ólafi Darra og Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverkum, verður heimsfrumsýnd á sjónvarpshátíðinni Canneseries í Frakklandi.

Þáttaröðin tekur þátt í keppnisflokki hátíðarinnar, ásamt sjö öðrum þáttaröðum. Höfundur og helsti hugmyndamiður Reykjavík Fusion er Hörður Rúnarsson og Birkir Blær Ingólfsson er meðhöfundur og hugmyndasmiður. Leikstjórar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson

Ólaf­ur Darri leikur í þáttunum hæfileikaríkan matreiðslumeistara sem reynir að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir fangelsisvist. Hera Hilm­arsdóttir leik­ur rekstr­ar­stjóra veit­ingastaðar­ins sem nýt­ir sér ein­feldni mat­reiðslu­meist­ar­ans til að vinna að eig­in hags­mun­um. Sam­an sökkva þau dýpra og dýpra í vef glæpa í und­ir­heim­um Reykja­vík­ur þar sem hvert rangt spor get­ur reynst dýr­keypt.

Með önn­ur hlut­verk fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Molly Mitchell, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Unnur Birna Jónsdóttir Backmann, Guðjón Davíð Karlsson og Atli Óskar Fjalarsson.

Þáttaröðin er framleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu ACT4 í samstarfi við ARTE FRANCE, Helsinki -filmi Oy, Wild Sheep Content og Skot Productions.