Um KMÍ
Á döfinni

22.9.2025

Rúnar Rúnarsson heiðraður á Tirana Film Festival

Kvikmyndir Rúnars Rúnarssonar fá sérstakan sess á Tirana Film Festival, sem fer fram í Albaníu 21.-27. september.

Sjö verk leikstjórans, bæði kvikmyndir og stuttmyndir, verða sýnd í sérstökum FOCUS-hluta hátíðarinnar. Þar verður fjallað um kvikmyndir og feril Rúnars, kvikmyndagerðarmann sem markað hefur sér sérstöðu í norrænni kvikmyndagerð með lágstemmdri og ljóðrænni nálgun. Meðal mynda sem sýndar verða eru Eldfjall, Þrestir og Bergmál, auk stuttmyndarinnar O (hringur).

Rúnar verður auk þess með meistaraspjall á hátíðinni, sem nefnist „Poetic Realism in the Cinema of Rúnar Rúnarsson“ .