Um KMÍ
Á döfinni

24.4.2024

Samningur Kvikmyndamiðstöðvar og Green Producers Club kynntur fyrir EFAD

Fulltrúi Íslands kynnti samning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands við Green Producers Club og stofnun útibús klúbbsins á Íslandi á fundi EFAD-samtakanna sem fram fór 19. apríl.

EFAD eru samtök forstöðumanna kvikmyndastofnana í 31 Evrópulandi. Helstu umfjöllunarefni EFAD eru sameiginleg hagsmunamál og stefnumótun kvikmyndagreinarinnar í Evrópu.

Gerður var góður rómur að viðleitni Kvikmyndamiðstöðvar við að styðja við grasrótina með þessum samningi og stuðla þannig að samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar í samræmi við markmið kvikmyndastefnu íslenskra stjórnvalda 2020-2030.

Á fundinum kom einnig fram að nýtt útibú klúbbsins var opnað í Stokkhólmi 18. apríl. Þau eru nú að finna í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi. Aðild að klúbbnum veitir félagsmönnum aðgang að kolefnisreiknivél sem tekur tillit til svæðisbundinna þátta, við útreikninga á kolefnislosun, í öllum þessum löndum, ásamt ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við framleiðendur við að stíga mikilvæg og græn skref inn í framtíðina.

Frekari upplýsingar um starfsemi klúbbsins á Íslandi: 

Karólína Stefánsdóttir – karolina@greenproducers.club

Sigríður Rósa Bjarnadóttir – sigga@greenproducers.club

Heather Millard – heather@greenproducers.club