Á döfinni
Samnorrænt námskeið fyrir grænstjóra
Norrænu kvikmyndastofnanirnar og Hochschule der Medien í samvinnu við Danska kvikmyndaskólann hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á námskeið fyrir fagfólk í kvikmyndagerð sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína á sjálfbærni í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu og miðla þeirri þekkingu innan greinarinnar á Norðurlöndum.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og færni til
- að starfa sem grænstjóri.
- að innleiða sjálfbærni í eigin rekstri og störfum.
- að þjálfa aðra kvikmyndagerðarmenn til að taka að sér starf grænstjóra (e. green manager).
- að hanna námskeið fyrir verðandi grænstjóra.
Dagsetningar og námsfyrirkomulag
25. október 2023– 3. apríl 2024.Námskeiðið verður kennt í lotum yfir 12 vikur í fjarnámi. Kennt verður á miðvikudögum kl 17:00 - 19:00 að íslenskum tíma (18:00-20:00 CET). Þriggja daga vinnustofa fer svo fram við Danska kvikmyndaskólann í Kaupmannahöfn, 27.-29. febrúar 2024 sem lýkur með lokakynningu netinu 3. apríl 2024. Námið samsvarar 6 ECTS stigum, 180 klukkustundum sem skipt verður á milli kennslustunda og heimavinnu.
Kennt verður á ensku.
Kennarar
Boris Michalski, kennari við Hochschule der Medien í Stuttgart og kvikmyndaframleiðandi.Dörte Schneider, grænstjóri.
Gestafyrirlesarar á sviði kvikmyndagerðar, svo sem framleiðendur, ljósameistarar, stjórnendur eftirvinnslu og reyndir grænstjórar koma einnig að kennslunni.
Skilyrði
- Þú hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði kvikmyndagerðar.
- Þú brennur fyrir aukinni sjálfbærni í kvikmyndagerð.
- Þú vilt stuðla að aukinni meðvitund og fræðslu um sjálfbærni í kvikmyndagerð.
- Þú hefur sótt námskeið um græna kvikmyndagerð og/eða hagnýtt þér sjálfbæra aðferðafræði í kvikmyndagerð
- Þú skuldbindur þig til þátttöku í öllu námskeiðinu, þar með talinni þriggja daga vinnustofu í Kaupmannahöfn 27-29. febrúar 2024.
Kvikmyndamiðstöð Íslands greiðir námskeiðsgjald fyrir allt að þrjá þátttakendur sem uppfylla ofangreind skilyrði. Þátttakendur frá Íslandi geta sótt um ferðastyrk vegna staðarnáms í Kaupmannahöfn til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Umsóknir (kynningarbréf 1 bls. og ferilskrá) sendist á amk@kvikmyndamidstod.is
Umsóknarfrestur: 22. ágúst 2023.