Á döfinni
Samstarf evrópskra kvikmyndastofnana styrkt á 10 ára afmæli EFAD
Fulltrúar EFAD, samtaka forstöðumanna evrópskra kvikmyndastofnana, komu saman á aðalfundi í Brussel, 11. desember. Tíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna, sem komið var á fót með það fyrir augum að treysta samstarf evrópskra kvikmyndastofnana.
Til fundarins mættu 40 fulltrúar frá 25 aðildarlöndum EFAD, þar á meðal voru fulltrúar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Frekari upplýsingar um áhersluatriði fundarins má finna á nýjum vef EFAD, sem var settur í loftið í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna.