Um KMÍ
Á döfinni

9.9.2021

Selshamurinn eftir Uglu Hauksdóttur vinnur til verðlauna í Litháen

Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, var valin besta stuttmyndin á WIFF kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 27. - 29. ágúst í Litháen. Nýverið hlaut Selshamurinn einnig verðlaunin „Best International Fiction“ á Leiria kvikmyndahátíðinni í Portúgal og verðlaunin „Best Original Soundtrack“ á kvikmyndahátíðinni Dieciminuti á Ítalíu. Auk þess er myndin tilnefnd sem besta stuttmyndin á Edduverðlaunahátíðinni sem mun fara fram á Rúv þann 28. september næstkomandi.

Selshamurinn trailer

Selshamurinn er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin fjallar um hina fimm ára Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu. Með aðalhlutverk fara Björn Thors, Bríet Sóley Valgeirsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir.