Sérstakur neyðarsjóður fyrir kvikmyndagerðarmenn stofnaður í ljósi stríðsins í Úkraníu
Bandalagið ICFR (International Coalition for Filmmakers at Risk) er samstarf sem stofnað var af Alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni í Amsterdam (IDFA), Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam (IFFR) og Evrópsku kvikmyndaakademíunni (EFA) til að bregðast við málum kvikmyndagerðarmanna sem standa frammi fyrir alvarlegri áhættu.
Bandalagið hefur sett upp sérstakan neyðarsjóð fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru í beinni hættu vegna stríðsins í Úkraníu. Sjóðurinn miðar að því að styrkja kvikmyndagerðarmenn í útgjöldum á meðan núverandi staða heldur áfram.
Nánari upplýsingar um neyðarsjóðinn og hvernig hægt sé að styðja við framtak ICFR má finna hér.
Að auki hefur kvikmyndabransinn brugðist við til stuðnings starfssystkynum í Úkraínu, en Kvikmyndastofnun Póllands heldur m.a. utan um atvinnuauglýsingar og aðstoð fyrir kvikmyndagerðarmenn í Úkraníu. Allar nánari upplýsingar um hvernig hægt sé að hjálpa má finna hér eða með því að senda tölvupóst á ukraina@pisf.pl.