Á döfinni
Sex íslensk kvikmyndaverk á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö
Íslensk kvikmyndagerð verður áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö, sem fer fram 13.-19. janúar 2025.
Alls verða sex íslensk kvikmyndaverk sýnd á hátíðinni; stuttmyndir, leiknar myndir í fullri lengd og heimildamynd.
Sýndar verða stuttmyndirnar O (hringur), í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, og Veður ræður akri, en vit syni, í leikstjórn Kötlu Sólnes.
Kvikmyndirnar Missir, í leikstjórn Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Natatorium, í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur verða sýndar í keppnisflokki og Snerting, í leikstjórn Baltasars Kormáks, utan keppni.
Þá verður heimildamynd Pamelu Hogan, The Day Iceland Stood Still, sem framleidd er af Hrafnhildi Gunnarsdóttur, einnig sýnd.