Um KMÍ
Á döfinni

2.7.2025

Signý Rós valin á Nordic Talents

Signý Rós Ólafsdóttir kynnir verkefnið Ertu Guð, afi? á Nordic Talents , sem Nordisk Film & TV Fond stendur fyrir. Ertu Guð, afi? byggist á samnefndri barnabók Þorgríms Þráinssonar.

Signý var á meðal fleiri en 50 umsækjenda. Tíu verkefni sem þóttu skara framúr verða kynnt á viðburðinum fyrir fjölþjóðlegri dómnefnd og fagfólki í kvikmyndagerð. Á Nordic Talents býðst upprennandi kvikmyndagerðarfólki tækifæri til að styrkja tengslanet meðal fagfólks á Norðurlöndum. Verðlaunafé er 250.000 norskar krónur og 50.000 norskar krónur fyrir sérstaka viðurkenningu. 

Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru Hlynur Pálmason (Vetrarbræður), Rúnar Rúnarsson (Eldfjall) og Þórður Pálsson (Stuck in Dunalk).

Nordic Talents 2025 fer fram í 11. september í Kvikmyndaskóla Danmerkur.