Um KMÍ
Á döfinni

22.9.2020

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur kynnt sem verk í vinnslu á Finnish Film Affair

Kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur er nú í eftirvinnslu og tekur þátt í Nordic Selection hluta viðburðarins The Finnish Film Affair. Viðburðurinn fer fram dagana 23. - 25. september í bæði stafrænu formi og í Helsinki, Finnlandi. 

Skjálfti er er fyrsta leikna kvikmynd Tinnu í fullri lengd, en hún leikstýrir og skrifar handritið að myndinni sem byggð er á skáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Myndin fjallar um Sögu sem vaknar upp minnislaus á spítala eftir alvarlegt flogakast, hún veit að hún á son og áttar sig á að hún er einstæð. Þar sem hún vinnur í að ná áttum og tökum á lífi sínu fara gamlar minningar sem hún bældi ómeðvitað niður sem barn að gera vart við sig og afhjúpa sárar staðreyndir um fortíð hennar og hana sjálfa.

The Finnish Film Affair eru bransadagar Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Helsinki, en Nordic Selection hluti viðburðarins leggur áherslu á nýja og upprennandi leikstjóra frá Norðurlöndunum sem eru að vinna í sinni fyrstu eða annari kvikmynd í fullri lengd. 

Skjálfti er framleidd af Hlín Jóhannesdóttur fyrir Ursus Parvus og áætluð frumsýning er í byrjun næsta árs.