Um KMÍ
Á döfinni

23.11.2021

Skjálfti heimsfrumsýnd í Tallinn

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur var heimsfrumsýnd þann 20. nóvember síðastliðinn á Tallinn Black Nights Film Festival í Eistlandi. Frumsýningargestir voru gríðarlega ánægðir með myndina og í kjölfarið hafa fyrstu dómarnir litið dagsins ljós, m.a. frá gagnrýnendunum Neil Baker hjá Cinerama og Rob Aldam hjá Backseat Mafia

Skjálfti trailer

Skjálfti, sem var sýnd í flokknum Current Waves á hátíðinni, er fyrsta leikna kvikmynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd. Tinna leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni sem byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Minningar sem Sögu hafði tekist að bæla niður sem barn koma skyndilega upp á yfirborðið og neyða hana til að horfast í augu við sannleikann um sjálfa sig.

Myndin er framleidd af Hlín Jóhannesdóttur fyrir Ursus Parvus og með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 

Til stendur að sýna myndina hér á landi í janúar næstkomandi.