Um KMÍ
Á döfinni

12.5.2022

Skjálfti seld til Norður-Ameríku, Bretlands og Svíþjóðar

Kvikmyndin Skjálfti, í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur, hefur verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Variety greinir frá þessu.

Það er dreififyrirtækið Juno Films sem kaupir réttinn fyrir Bandaríkin, Kanada og Bretland og Njuta Films í Svíþjóð. Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun kynna myndina frekar á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst 17. maí.

Skjálfti var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Tallin Nights í Eistlandi í nóvember. Hún var einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í Bandaríkjunum nýverið.

Myndin byggist á skáldsögu Auðar Jónsdóttur og er fyrsta kvikmynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd.