Smoke Sauna Sisterhood í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Heimildamyndin Smoke Sauna Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints er á meðal 14 heimildamynda sem eru í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2023. Myndin er samframleiðsla milli Eistlands, Frakklands og Íslands. Í henni er fylgst með konum sem endurheimta styrk sinn í sánaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni og leyndarmálum.
Hlín Jóhannesdóttir, frá íslenska framleiðslufyrirtækinu Ursus Parvus, er einn meðframleiðenda myndarinnar. Tónlist myndarinnar er eftir Eðvarð Egilsson og eistnesku hljómsveitina EETER. Huldar Freyr Arnarson sá um hljóðhönnun.
Smoke Sauna Sisterhood var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni, þar sem Anna Hints hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Myndin er framlag Eistlands til Óskarsverðlaunanna 2024.