Um KMÍ
Á döfinni

13.11.2023

Smoke Sauna Sisterhood tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Heimildamynd Önnu Hints, Smoke Sauna Sisterhood (Savvusanna sõsarad), er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2023. Verðlaunin verða afhent 9. desember.

Myndin er samframleiðsla milli Eistlands, Frakklands og Íslands, og var hún styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands. Í henni er fylgst  með konum sem endurheimta styrk sinn í saunaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni, leyndarmálum sem áhorfandinn fær að taka þátt í.

Aðrar tilnefndar heimildamyndir eru Apolonia, Apolonia, í leikstjórn Leu Glob, Four Daughters (Les Filles d'Olfa), í leikstjórn Kaouther Ben Hania, Motherland, í leikstjórn Hönnu Badziaka og Alexanders Mihalkovich, og On the Adamant (Sur l'Adamant), í leikstjórn Nicolas Philibert.

Smoke Sauna Sisterhood hefur unnið til fjölda verðlauna síðan hún var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Hún er framlag Eistlands til Óskarsverðlaunanna 2024.