Um KMÍ
Á döfinni

28.8.2024

Snerting fær hinn eftirsótta Gullna þumal

Kvikmyndin Snerting, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur hlotið hin eftirsóttu Golden Thumb-verðlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar.

Baltasar segir verðlaunin mikinn heiður. „Roger Ebert var geysilega áhrifamikill og arfleið hans lifir enn. Ég deili þessum verðlaunum með samstarfsfólki mínu sem á ekki síður en ég þátt í velgengni Snertingar.“

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2004 á Kvikmyndahátíð Roger Eberts sem um árabil var einn þekktasti og áhrifamesti kvikmyndagagnrýnandi í Bandaríkjunum. Verðlaunin verða afhent á kvikmyndahátíðinni í apríl á næsta ári sem haldin verður í Virginia Theater, einum fullkomnasta bíósal Bandaríkjanna. Þar verður Snerting sýnd fyrir 1.400 áhorfendur. Kvikmyndin fer svo í heimsdreifingu á næstu mánuðum á vegum Universal Pictures.

Heimsþekktir leikstjórar hafa áður fengið Gullna þumalinn, má þar nefna Oliver Stone, Ava DuVernay, Guillermo del Toro og Tilda Swinton.