Á döfinni
Snerting frumsýnd
Kvikmyndin Snerting verður frumsýnd á Íslandi 29. maí.
Snerting byggist á samnefndri skáldsögu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Leikstjóri er Baltasar Kormákur.
https://www.youtube.com/watch?v=kDlSW2bsyw4
Myndin segir frá Kristófer, sjötugum ekkli, sem leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heims-faraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans.
Með hlutverk fara Egill Ólafsson, Kōki, Pálmi Kormákur og Masahiro Motoki. Framleiðendur eru Baltasar Kormákur, Agnes Johansen og Mike Goodridge, hjá RVK Studios og Good Chaos.