Snerting á stuttlista til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hefur verið valin á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin. Þetta var tilkynnt í Los Angeles í dag.
Alls voru 85 kvikmyndir lagðar fram. Eftirfarandi 15 eru í forvali til verðlaunanna:
Brasilía: I'm Still Here
Kanada: Universal Language
Tékkland: Waves
Danmörk: The Girl with the Needle
Frakkland: Emilia Pérez
Þýskaland: The Seed of the Sacred Fig
Ísland: Touch (Snerting)
Írland: Kneecap
Ítalía: Vermiglio
Lettland: Flow
Noregur: Armand
Palestína: From Ground Zero
Senegal: Dahomey
Tæland: How to Make Millions before Grandma Dies
Bretland: Santosh
Þetta er annað sinn sem kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks nær á stuttlista Óskarsakademíunnar í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Kvikmynd hans, Djúpið, var í forvali til verðlaunanna 2012.
Íslenskar kvikmyndir hafa í fjögur skipti verið í forvali til verðlaunanna. Í fyrra var kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, á listanum, og árið 2021 náði Dýrið, í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, á listann.
Tilkynnt verður um hvaða myndir verða tilnefndar til verðlaunanna í janúar. Óskarsverðlaunahátíðin fer svo fram 3. mars 2025.