Spennandi námskeið og nýjar íslenskar stuttmyndir á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í ellefta sinn 26. október – 3. nóvember í Bíó Paradís. Þemað í ár er teiknimyndir og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir bæði börn og fullorðna.
Þar má nefna námskeið í skapandi teiknimyndagerð með Unu Lorenzen, þar börn fá innsýn í grunnatriði teiknimyndagerðar. Á námskeiðinu kynnast börn því hvernig klippimyndir, teikningar og jafnvel sandur vakna til lífsins á skjánum.
Þá verður að auki haldið örnámskeið í heimildamyndagerð fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára. þar sem farið verður yfir helstu einkenni og eiginleika heimildamynda. Námskeiðið er á vegum Skjaldbökunnar, námskeiðs í heimildamyndagerð sem farið hefur fram í tengslum við Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda.
Einnig verða sýndar stuttmyndir eftir nýja íslenska hreyfimyndahöfunda miðvikudaginn 30. október kl 17:00. Að lokinni sýningu verður boðið upp á spurt og svarað með höfundunum myndanna þar sem veitt er innsýn inn í ferlið á bak við hreyfimyndagerð og notkun teikni- og hreyfimynda til þess að tjá fjölbreyttar frásagnir.
Þá má ekki gleyma blómlegri kvikmyndadagskrá með fróðlegum og framsæknum kvikmyndum frá öllum heimshornum. Dagskrá hátíðarinnar í heild má finna á vef Bíós Paradísar.